Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fimmtíu börn misstu foreldri í áætlunarflugi frá Vestmannaeyjum -„Veit ekki hvernig þetta verður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum komnir niður í 700 fet, statikkin er byrjuð. Ég veit ekki hvernig þetta verður.“

Svo hljómuðu síðustu skilaboð frá Glitfaxa, Dakota flugvél Flugfélags Íslands þann 31. janúar 1951. Um borð var þriggja manna áhöfn og sautján farþegar.

Vafasamt veður

Glitfaxi hafði lagt af stað síðdegis í áætlunarflug frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í hríðarbil. Hafði þá ekkert flug verið til og frá Eyjum í þrjá daga vegna veðurs og var vélin þétt setin. Fljótlega eftir að hún tók sig á loft bárust fréttir úr flugturni Reykjavíkurflugvallar að veður væri vafasamt og álitu sumir að völlurinn myndi þurfa að loka. Glitfaxi hélt þó áfram leið sinni en ákvað flugstjóri í samráði við flugturn að hætta við lendingu í Reykjavík, enda hafði veðrið versnað hratt.

„Það var suðaustan kaldi, strekkingur – kannski fimm eða sex vindstig. Það var ekkert óveður, en moksnjókoma og ekkert sjónflugsskyggni,“ sagði Snorri Snorrason, starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli, síðar.

Glitfaxi horfinn

- Auglýsing -

Laust fyrir fimm var Glitfaxi staddur yfir stefnuvita Reykjavíkurflugvallar á Álftanesi. Ólafi Jóhannssyni, flugstjóra, var gefin heimild til að lækka flugið og stefna í átt að flugbrautinni í sjónflugi. Þegar Glitfaxi nálgaðist var flugbrautin hvergi sjáanleg. Ólafur stýrði vélinni aftur upp samkvæmt ráðum flugturnsins og flaug hring út á Faxaflóa. Flugturn tilkynnti þá Ólafi að að veður væri að lyfta til og hyggilegt að reyna að gera aðra tilraun til aðflugs. Ólafur og Garðar Gíslason, flugmaður, lækkuðu flugið og settu vélina á stefnu en skyndilega rofnaði allt samband í aðfluginu.

Glitfaxi var horfinn.

Sængurföt fimm mánaða barns

- Auglýsing -

Strax var leitað leiða til að ná sambandi við vélina en án árangurs. Fyrirspurnir voru gerðar um nærsveitir Reykjavíkur, skip beðin um að svipast eftir vélinni og leit hafin í svartnætti janúarkvölds. Bar hún engan árangur. Daginn eftir hófst víðtæk leit á landi, sjó og úr lofti. Leitarflokkarnir voru tíu auk sveit átján skáta og lögreglumanna frá Keflavíkurflugvelli. Sjúkrabifreiðar og sjúkratæki voru til staða er með þyrfti. Ekki  leið á löngu þar til Jóhannes Snorrason, flustjóri, kom auga á tvo stóra fleka út gólfi vélarinna á svæðinu út af Straumsvík svo og björgunarvesti við Vatnsleysuströnd.

Varð þá mönnum ljóst að útilokað væri að einhver hefði lifað slysið af. Um var að ræða eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar.

Skip héldu áfram leit og slæddu meðal annars sjávarbotn með botnvörpu. Viku síðar fannst poki af sængurfötum fannst en hann tilheyrði yngsta farþeganum, fimm mánaða gamals drengs. Heyrnartól úr Glitfaxa og annar fleki úr vélinni, fundust í byrjun marsmánaðar við bæinn Hvol á Seltjarnarnesi. Árið 1982 rak á fjöruna á Álftanesi hluta af farangursgeymslu flugvélar og staðfesti Jón Pálsson, yfirskoðunarmaður Flugfélags Íslands, að þar væri um að ræða brot úr Glitfaxa.

Talið er að vélin hafi verið átakanlega stutt frá Reykjavík þegar hún fórst og steypst í sjóinn við Álftanesið

Flakið né líkamsleifar farþeganna hafa aldrei fundist á þeim sjötíu árum sem liðin eru.

Fimmtíu börn misstu foreldri

Með flugvélinni fórust tvær konur, önnur þeirra flugfreyja vélarinnar, og 18 karlmenn, þar af einn drengur á fyrsta ári. Um fimmtíu börn og ungmenni misstu föður sinn í slysinu. Meira en helmingur farþega var frá Vestmannaeyjum.

Alls misstu því fimmtíu börn foreldar sitt og var barnflesta heimilið í Þingholti í Vestmannaeyjum. Þar misstu tólf börn föður sinn og fyrirvinnu, Pál Jónsson skipstjóra.

Þjóðarsorg var á Íslandi við slysið og lýsti Alþingi yfir sorg og samúðaróskum til aðstandenda. Í leiðara Morgunblaðsins hinn 2. febrúar 1951 var skrifað: „Glitfaxi er horfinn – Jelinu ljettir, en skuggi kvíða, og síðan sorgar og saknaðar leggst yfir heimili þess fólks sem átti vini og venslamenn með hinni týndu flugvjel.“

Við hlið Fossvogskirkju er minnismerkið Glitfaxi eftir Einar Jónsson myndhöggvara og var það reist til minningar um slysið og jafnframt alla þá sem farist hafa í flugslysum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -