Fimmtudagur 28. nóvember, 2024
-9.2 C
Reykjavik

„Fínasta vorveður” á sumardaginn fyrsta og fram í næstu viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurstofan boðar sumarveður á morgun, sumardaginn fyrsta, og er spáð björtu yfir landið með möguleika á 16-17 stigum á suður- og vesturlandi.

„Hlýindin eru á leiðinni og munu haldast eitthvað fram yfir helgi og í byrjun næstu viku,“ hefur Mannlíf eftir Þorsteini V. Jónssyni, veðurfræðingi á Veðurstofunni. Aðspurður hvenær sól og hlýju var síðast spáð á sumardaginn fyrsta, hló Þorsteinn létt og sagðist ekki muna það.

Vanafastir geta þó tekið gleði sína en Veðurstofan spáir rigningu um mest allt land þegar líður á kvöldið og má búast við rigningabökkum fram yfir helgina. Sól verður þó á norður- og vesturlandi.

„Búist er við áframhaldandi austanátt, en því fylgir þessir rigningabakkar sem koma og fara, en það verður nokkuð milt veður fram yfir helgina og fram í næstu viku. Fínasta vorveður,” segir Þorsteinn.

Mynd / Unsplash / Evelyn Paris

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -