Lögreglan hafði hendur í hári fingralangs nú í gærkvöldi um níuleytið í miðbæ Reykjavíkur og var þjófurinn færður í fangaklefa þar sem hann mátti dvelja til morguns.
Þá bar nokkuð á ölvun í miðbæ Reykjavíkur og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunar- og vímuefnaakstur. Báðir ökumenn voru þó látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Þá var þjófur handtekinn í miðsvæðis og færður í fangaklefa þar sem hann dvaldi í nótt og grunsamlegra mannaferða varð vart um miðbik borgarinnar en þegar lögreglu bar að reyndist ekkert vera á seyði.
Að öðru leyti hafði lögreglan það náðugt í nótt.