Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Finna hlerunarbúnað í fundaherbergjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli farin að láta leita að hlerunarbúnaði í húsakynnum sínum. Reglulega finnast tæki sem ætluð eru til slíkrar notkunar. Fyrirspurnum fjölgaði eftir að Klaustursmálið kom upp.

„Mörg af þeim fyrirtækjum sem við erum að þjónusta eru mjög meðvituð um öryggismál og meta það oft sjálf ef auka þarf varnir,“ segir Theodór Carl Steinþórsson, deildarstjóri þróunar og sérlausna hjá Securitas í samtali við Mannlíf og bætir við að Securitas bjóði upp á ráðgjöf og þjálfun starfsfólks til að minnka líkur á að viðkvæm fundarefni séu tekin upp eða leki út.

Theodór Carl Steinþórsson.

Theodór segir að fyrirspurnum eftir ákveðinni þjónustu hafi fjölgað en það snýr að því sem hann kallar að „svípa“ eftir hlerunarbúnaði og hreinsa út úr skrifstofu- og fundarrými.

„Við erum með sérstakan vélbúnað sem skannar veggi og loft í fundarherberjum og á skrifstofum og nemur allt sem er í loftinu, hljóðbylgjur, rafbylgjur og það sem kemur af þráðlausu neti. Jafnvel ef það er falinn hljóðnemi eða myndavél inni í veggjum,“ útskýrir hann og bætir við að algengt sé að lögfræðistofur og skrifstofur með fundarherbergi leiti eftir þessari þjónustu og það komi reglulega fyrir að hlerunarbúnaður uppgötvist við slíka leit

„Við finnum fyrir því að fyrirspurnum hefur fjölgað í kjölfar Klaustursmálsins og höfum fengið pantanir í þessa þjónustu í beinu framhaldi af því.“

Þegar þjónustu af þessu tagi er lokið skilar Securitas af sér skýrslu að sögn Theodórs og verkaupandi metur það sjálfur hvað hann vill gera í kjölfarið ef hlerunarbúnaður finnst; hvort hann vilji fara með málið til lögreglu.

Það sem við höfum verið að finna er hlerunarbúnaður uppi í fölskum loftum og inni í „hleðsludokkum“ fyrir tölvur og öðru lauslegu inni í fundarherbergjum.

„Það er ekki okkar að ákveða með framhaldið í slíkum málum,“ segir hann og tekur fram að við slíkar leitir hafi í nokkrum tilfellum fundist merki um greinilegan ásetning um að hlera. „Það sem við höfum verið að finna er hlerunarbúnaður uppi í fölskum loftum og inni í „hleðsludokkum“ fyrir tölvur og öðru lauslegu inni í fundarherbergjum eða dæmi um að átt hafi verið við dokkuna á einhvern hátt.“

- Auglýsing -

Einnig komi upp tilfelli þar sem ekki er um ásetning að ræða. Til dæmis ef starfsmenn hafa verið að vinna með búnað með bluetooth-tengingum og gleymt að  slökkva á honum.

Búnaðurinn sem notaður er við hlerunarleitir er afar nákvæmur að hans sögn. „Þó að þú takir símkort úr síma, boraðir lítið gat í gipsvegg, settir kortið inn, spartlaðir og málaðir yfir, þá myndi tækið samt nema það,“ útskýrir hann og tekur fram að mögulegt sé að kaupa alls kyns hlerunarbúnað á eBay, m.a. tæki sem getur skotið geisla inn um rúðu á herbergi eða skrifstofu og numið hljóðbylgjur af slíkri nákvæmni að heyra má tveggja manna tal. Hann bendir jafnframt á að slíkt megi koma í veg fyrir.

„Það er settur lítill titrari á rúðuna til að hrista hana og brýtur þannig geislann sem kemur að utan og kemur í veg fyrir að hljóðið komist út. Við erum líka með nýjan hátæknibúnað sem gerir upptöku nánast ómögulega, þó að einhver sé með upptökubúnað utan við herbergið. Fyrirtæki hafa verið að leigja þetta af okkur og það er klár aukning á beiðnum um að tryggja að herbergi sé hlerunarfrí undanfarin ár,“ segir hann.

- Auglýsing -

Aukning eftir Klaustursmálið

Leit að hlerunarbúnaði í skrifstofu eða fundarherbergi fer þannig fram að tveir eða fleiri sérþjálfaðir starfsmenn eru sendir á vettvang í skjóli nætur með fullkomin tæknibúnað. Allt inni í rýminu er nákvæmlega skoðað og skannað; upp í fölsk loft, inn í veggi og ofan í blómapotta svo eitthvað sé nefnt. Ef verið er að óska eftir að tryggja að fundarherbergi sé öruggt fyrir mikilvægan fund daginn eftir, þá er herbergið einnig vaktað fram að fundi til að tryggja að ekki sé hægt að koma fyrir hlerunarbúnaði í millitíðinni. Verkbeiðnum af þessu tagi hefur fjölgað í beinu framhaldi af því að samtöl sex þingmanna voru tekin upp á Klausturbar, 20. nóvember sl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -