Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Finnst þetta minna á valdníðslu Rannsóknarrétts kaþólsku kirkjunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, höfðaði mál gegn Norðuráli vegna mengunarslyss sem varð í álverinu árið 2006. Hún tapaði því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári og í síðustu viku staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms og fríaði Norðurál allri ábyrgð.

 

„Það er jú til eitthvað sem heitir Hæstiréttur,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð hvert næsta skref verði. „Ég veit ekki hvort hann vill taka þetta mál upp en mér finnst sjálfsagt að reyna það. Vegna þess að mér finnst, eftir að hafa séð dómsorð Landsréttar og þar áður dómsorð Héraðsdóms Reykjavíkur, að þessir dómstólar séu ekkert að dæma í þessu máli. Mér finnst eins og þeir hafi tekið ákvörðun um niðurstöðuna fyrir fram og ég get alveg rökstutt það.

Til dæmis með því hvernig þeir nota málsgögnin sem koma frá mér. Þeir nota þau nefnilega ekki og í allri orðræðu þeirra skín í gegn að það sem kemur frá Norðuráli sé áreiðanlegt og hlutlaust. Þeir styðjast við rangar upplýsingar frá lögmanni Norðuráls, meðal annars um að ég hafi neitað að láta fara fram flúormælingar á jörðinni, og nefna það í dómsorðum. Nokkur vitni gáfu vitnisburð frá minni hlið og ég kom sjálf fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, en þegar ég las dómsorðin frá Héraðsdómi var ekki á þeim að sjá að ég hefði verið þarna. Það lítur helst út fyrir að þau hafi ekkert hlustað á mig.

Núna fyrir Landsrétti kom dýralæknir, sem hefur verið dýralæknir hérna í 37 ár og gjörþekkir aðstæður, fram og lýsti því á mjög afgerandi hátt hvernig heilsa hrossanna hefði breyst eftir mengunarslysið. Hann tók einnig fyrir skýrslu Sigríðar Björnsdóttur sem hann sagði að væri handónýt, það væri ekkert í henni sem gæfi tilefni til þess að halda því fram að hrossin væru með EMS. Enda þarf að greina hvert einasta hross með því að setja það í sykurþolspróf til greina þann sjúkdóm. Það var ekki gert og ég veit reyndar ekki til þess að eitt einasta hross á Íslandi hafi farið í slíkt próf. Samt heldur Sigríður Björnsdóttir því fram að þetta sé útbreiddur sjúkdómur á Íslandi. Mér finnst þetta oft minna á Rannsóknarrétt kaþólsku kirkjunnar á miðöldum og valdníðslu hans.“

Ragnheiður segir að það sem henni finnist eiginlega óhuggulegast í þessu máli sé hversu margir séu tilbúnir til þess að samþykkja það sem Sigríður segir. „Dómarnir hafa svo líka auðvitað áhrif,“ segir hún. „Fólk hefur tilhneigingu til að treysta þeim.“

Ítarlegt viðtal er við Ragnheiði í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -