Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Finnur ósáttur við ræðu Katrínar Jakobsdóttur: „Ég er reiður ef ég á að vera hrein­skilinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins, hinn 19 ára gamli Finnur Ri­cart, segist hafa orðið fyrir mjög miklum von­brigðum með ræðu Katrínar Jakobsdóttur for­sætis­ráð­herra á COP26 í há­deginu í dag.

„Ég er bara smá reiður ef ég á að vera hrein­skilinn. For­sætis­ráð­herra nefndi í upp­hafi ræðunnar að vísindin séu skýrari en nokkru sinni fyrr og að við séum að sjá neyðar­á­stand skapast um allan heim. En samt vilja stjórn­völd ekki lýsa yfir neyðar­á­standi í lofts­lags­málum á Ís­landi og mark­miðin sem Katrín sagði síðan frá beint á eftir eru ekki ná­lægt því að vera full­nægjandi í sam­hengi við vísindin sem hún vísar í,“ segir hann og bætir við að heimurinn þurfi að draga saman losun um 50 prósent fyrir 2030 til að halda hlýnun jarðar innan 1.5 gráðu; en sam­kvæmt upp­færðu lands­fram­lagi Ís­lands með ESB verður Ís­landi lík­lega út­hlutað um 40% sam­drætti.

„Það bara gengur ekki að rík þjóð í for­réttinda­stöðu, sem Ís­land er, sé með lægra mark­mið heldur en það sem meðal­tal heimsins þarf að vera,“ segir Finnur og heldur áfram:

„Ég er staddur hérna fyrir hönd ungs fólks á Ís­landi og það veldur ein­fald­lega von­brigðum að heyra hvað stjórn­völd segjast vera að gera mikið og flott miðað við það sem er í raun og veru verið að gera, eða öllu heldur ekki verið að gera. Til dæmis nefndi For­sætis­ráð­herra nýju Orca stöð Cli­meworks sem var ný­verið tekin í notkun, en stjórn­völd eru ekki að styðja nægi­lega nóg við kol­efnis­förgunar og förgunar verk­efni og fyrir utan það þurfum við að gera allt sem við getum til að draga úr losun fyrst, áður en við leggjum allt okkar traust í svona tækni­lausnir.“

Bætir við:

„Síðan vísar Katrín í bók Andra Snæs og talar um mikil­vægi þess að hugsa um fram­tíðar­kyn­slóðir, en ég er nokkuð viss um að það sem Andri Snær myndi gera til að tryggja líf­væna fram­tíð þessara fram­tíðar­kyn­slóða væri mun meira og metnaðar­fyllra en það sem stjórn­völd eru að gera. Ég myndi vilja sjá stjórn­völd hlusta meira á það sem við unga fólkið höfum að segja og setja sér mark­mið í takt við þau vísindi sem þau vísa sjálf í,“ segir þessi bráðefnilegi og eldklári piltur.

- Auglýsing -

Heimild: Fréttablaðið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -