Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Finnur um úrslit kosninganna: „Þakklæti, vonbrigði og ótti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Finnur Ricart Andrason, fyrr­ver­andi for­seti Ungra um­hverf­issinna, sem skipaði fyrsta sæti á lista VG í Reykja­vík norð­ur, segir að sín fyrstu viðbrögð – eftir að úrslit kosninganna voru ljós – séu „þakklæti, vonbrigði og ótti.“

Finnur Ricart Andrason.

Finnur þótti koma frábærlega fyrir og standa sig með meira en sóma í málflutningi, rökstuðningi og yfirvegaðri framkomu; hann er einungis 22 ára gamall og er án efa einn allra efnilegasti stjórnmálamaður Íslands, ef ekki sá efnilegasti.

Hann segir að þrátt fyrir vonbrigði með útkomuna hjá VG að þessu sinni hafi það „verið algjör forréttindi að fá að taka þátt í því að leiða kosningabaráttu Vinstri grænna á undanförnum vikum. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir traustið sem forysta sem og grasrót flokksins hefur sýnt mér og fyrir stuðninginn sem ég hef fengið frá ykkur í þessu verkefni. Fjölskyldan og kærastan mín hafa líka verið ómetanlegir stuðningsmenn í gegnum þetta allt saman og núna tekur vonandi við rólegur desembermánuður þar sem samveruskuldin verður endurgreidd með vöxtum.“

Finnur segir kosningabaráttuna hafa reynt á hann að mjög mörgu leyti en segir að ferðalagið hafi líka verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt og að hann sjái „ekki eftir neinu. Ég er stoltur af okkar heiðarlegu baráttu og þakklátur fyrir samvinnuna með öllu frábæra fólkinu innan VG og þá góðu vini sem ég hef eignast. Það eru mikil vonbrigði að við í VG og stefna flokksins skuli ekki hafa notið meiri stuðnings meðal kjósenda í þetta skiptið. Ég vissi að það væri brekka en ég hafði trú á því að við myndum ná meiri árangri þegar ég steig inn í þetta verkefni fyrir nokkrum vikum síðan. Við í VG settum okkar helstu áherslumál skýrt fram og við stöndum og föllum með þeim. Það er hluti af því að stunda heiðarleg stjórnmál að mínu mati, að vera ekki að eltast endalaust við skoðanir almennings heldur að berjast fyrir því sem maður trúir sjálfur á. Svo er bara mismikil eftirspurn eftir því hverju sinni.“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Finnur segir að „þrátt fyrir að það sé erfitt að horfa upp á þessar niðurstöður fyrir VG þá fagna ég því þó, sem vinstrimaður, að Samfylkingin skuli hafa sigrað þessar kosningar og óska ég þeim til hamingju með mjög góðan árangur sem skilar þeim vonandi stjórnarmyndunarumboðinu.“

Hann bendir á að umhverfismálin hafi ekki verið hátt á lista hins almenna kjósanda að þessu sinni og það er eitthvað sem hann óttast og vonast eftir að rödd náttúrunnar heyrist meira í nánustu framtíð:

- Auglýsing -

„Það sem ég óttast við niðurstöður þessara kosninga eru afleiðingar þess að þeir tveir flokkar sem hafa sett umhverfismálin hvað mest í forgang verði ekki lengur á þingi. Rödd náttúrunnar virðist nánast kæfð og gæti skapast stórt tómarúm í þingsal sem er nauðsynlegt að hugrakkir þingmenn fylli upp í.“

Dagur B. Eggertsson.

Finnur er segir að hann bindi „miklar vonir við Þórunni Sveinbjarnardóttur, Dag B. Eggertsson og Höllu Hrund Logadóttur þegar kemur að því að tala hátt og skýrt fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og öflugri náttúruvernd í fjarveru Vinstri grænna og Pírata á komandi kjörtímabili – en treysti líka á öfluga náttúruverndarhreyfingu til að vera með sterkt aðhald.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Að lokum færir Finnur í tal að „framundan er mikilvæg og spennandi vinna hjá VG. Það þarf að vökva og efla grasrótina sem hefur verið að stækka á ný, rýna í niðurstöður kosninganna og fara vel yfir árangur og afleiðingar stjórnarsamstarfs undanfarinna ára. Þetta er stórt verkefni sem ég skal tjá mig betur um síðar. Takk fyrir stuðninginn í þessu ævintýri öllsömul.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -