Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn tárast og lokar búðinni: „Cocapuffs-kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Stór tár renna niður kinnar mínar,“ skrifar  Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson, sem tilkynnir að fiskbúð hans við Höfðabakka 1. verður lokað á morgun vegna verðhækkana á aðföngum og samdráttar í sölu á fiskmeti.
Fiskverslanir Fiskikóngsins eru tvær. Hin er við Sogaveg og verður haldið opinni áfram
Kristján Berg tilgreinir nokkrar ástæður fyrir lokuninni. Hátt fiskverð vegna einokunar stórútgerða. Erfitt að fá starfsfólk. Neytendur vilja síður fisk. Gríðarlegar hækkanir á aðföngum.
„Það er sorglegt hvernig svona verslun sem hefur verið starfrækt frá árinu 1994, þurfi að leggja upp laupanna og loka. Þetta er bara fyrsta fiskverslunin sem lokar. Það eiga fleiri fiskverslanir eftir að loka. Það er klárt mál,“ skrifar Kristján Berg.
Hann fer yfir ástæður samdráttarins.
„Pissu og cocapuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins. Unga kynslóðin kann ekki að borða t.d. hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja,“ skrifar Kristján Berg.
Allt starfsfólk hans á Höfðabakka hefur þegið boð um að hefja störf á Sogavegi. Engum verður því sagt upp.
„Við ætlum að reka eina stóra glæsilega fiskverslun, á Sogavegi 3 í framtíðinni, þar sem við bjóðum uppá landsins mesta úrval af fiski og fiskréttum og öllu þessu gamla og góða. Hnoðmör, siginn fiskur, skata, gellur og kinnar, svo mætti lengi telja“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -