Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fjallaleiðsögumenn uggandi vegna íshella. „Ég er bara að taka síðustu myndina.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjallaleiðsögumenn hafa miklar áhyggjur af fólki sem skoða íshella án þess að gera sér grein fyrir hættum sem þar leynast.
Hafa fjalla- og jöklaleiðsögumenn haft afskipti af fólki í nýjum helli nánast daglega að sögn Clément Coudeyre jöklaleiðsögumanns.
Fjallaði Vísir um málið.

Þetta tekur Teitur Þorkelsson fjallaleiðsögumaður undir og segir að það sé í raun rússnesk rúlletta að fara inn í hellana á eigin vegum. Fólk sé einnig að mynda jökla án nauðsynlegs búnaðar.

Þá vísar Teitur í Facebook færslu Clément en birti hann mynd af íshelli sem hrundi stuttu eftir að fólk hafi verið inni í honum. Jöklar séu því alltaf á hreyfingu.
„Allt sem er fyrir ofan þig, getur dottið ofan á þig,“ sagði Teitur og bætti við að það ætti hver maður að geta séð hættuna.

Ferðamenn virðast þó ekki átta sig á aðstæðum sagði Clément í samtali við Vísi. Hann hafi gjarnan séð ferðamenn á jöklum á veturna, án mannbrodda og eina á ferð.

Þá segir hann ferðamenn ekki eina vandamálið heldur einnig íslenskir leiðsögumenn sem fara með fólk á jökla. Sumir hverjir eru fjallaleiðsögumenn sem hafi því miður ekki fengið nægilega fræðslu. Það þekki því ekki nægilega vel til og geti þar af leiðandi yfirsést hættur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -