Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Fjárhagsstaða Kaupfélags Skagfirðinga með ólíkindum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Markaðsvirði Brims, áður HB Granda, hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hagnaðurinn í fyrra var rúmlega fjórir milljarðar. Það er óhætt a segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Brimi undanfarið. Lífeyrissjóðurinn Gildi seldi hlutabréf sín, meðal annars vegna óánægju með stjórnarhætti í félaginu. Þá kom FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, inn í hluthafahópinn en var svo farinn úr honum þremur vikum síðar.

 

Kaupfélag Skagfirðinga er risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða og FISK Seafood, útgerðararmur þess, hefur látið verulega til sín taka í íslensku atvinnulífi að undanförnu.

Fjárhagsstaða kaupfélagsins er með nokkrum ólíkindum, sé horft til þess að um hefðbundið kaupfélag er að ræða með dreifðri eignaraðild bænda í Skagafirði sem bakbein. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri hefur leitt félagið um árabil sem forstjóri og var afkoma félagsins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu þess. Uppbygging kaupfélagsins hefur verið verulega umfangsmikil á undanförnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félagsins rúmlega 35 milljarðar og heildareignir námu 62,3 milljörðum króna.

Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2018, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var rúmlega fimm milljarðar króna samanborið við 2,3 milljarða árið 2017.

Það sem helst skýrir þennan mun er söluhagnaður þar sem FISK Seafood, eitt 14 dótturfélaga Kaupfélagsins, seldi 50 prósent eignarhlut sinn í Olís og eignarhlut sinn í félaginu Solo Seafood í fyrra. Hagar hf. keyptu hlutinn í Olís, en helmingur var greiddur með reiðufé og helmingur með hlutabréfum í Högum. Kaupfélaginu bar að selja þau bréf innan 30 mánaða frá því viðskiptin tóku gildi.

Sjá einnig: Stóru sjávarútvegsrisarnir verða stærri

- Auglýsing -

Nánar í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -