Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sameinast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sameinuðust um áramót undir nafni Seðlabanka Íslands. Er fram kemur á vef Seðlabankans þá er markmiðið með sameiningunni að auka traust, gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála og fjármálaeftirlit á Íslandi.

Aðdraganda sameiningarinnar má rekja til ákvörðunar ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins í október 2018 um að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit í kjölfar umfangsmikillar skoðunar og undirbúnings.

Stofnunin starfar í samræmi við lög nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands sem tóku gildi í gær, 1. janúar 2020. Samkvæmt þeim skal Seðlabankinn stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. er greiðslumiðlun. Þá fer Seðlabankinn nú með þau verkefni sem Fjármálaeftirlitinu eru falin í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og er Fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum. Skal því bankinn fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli og að hún sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Þá skal Seðlabankinn stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn markmiðum bankans.

Starfsmenn Seðlabanka Íslands voru í lok síðasta árs 170 og starfsmenn Fjármálaeftirlits voru á sama tíma 120. Samtals eru því starfsmenn nýs Seðlabanka 290 við upphaf árs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -