Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Fjármálaeftirlitið varar við viðskiptum við Midway Management

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármálaeftirlitið varar fólk við fyrirtækinu Midway Management frá Hong Kong. Fyrirtækið hefur samkvæmt tilkynningu FME sett sig í samband við íslenska aðila og boðið bandarísk hlutabréf til sölu. Midway Management hefur hins vegar ekki leyfi til að bjóða upp á slíka þjónustu hér á landi.

Á vef fyrirtækisins kemur fram að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2010. Þá kemur fram á LinkedIn síðu sama félags að hjá fyrirtækinu starfi milli 200 og 500 manns. Á samfélagsmiðlinum LinkedIn er þó ekki að finna marga sem skrá sig sem starfsmenn fyrirtækisins. Vefur félagsins ber þess lítil merki að hér sé um stórt fyrirtæki með fjölda starfsmanna.

Þvert á móti gefur vefsíðan annað til kynna. Vefurinn sem er ritaður á brotinni ensku. „Skattar, lög og aðrir hluti sem vitnað er í á þessari mögnuðu síðu eru grundvallar upplýsingar og miðast eingöngu við túlkun Midway Management á reglum sem eru til í tíma og rúmi og ætti því ekki að túlka sem áreiðanleg ráð sem er fagmannlegt,“ er dæmi um þær upplýsingar sem finna má á vef fyrirtækisins sé þeim snarað með beinum hætti yfir á íslensku.

Sé vefsvæði fyrirtækisins skoðað í gegn vefsafn má sjá að lénið hefur verið skráð síðan 2013 að minnsta kosti. Þá var eigandi þess sölusíða fyrir lén. Engar upplýsingar virðist vera að finna á netinu um fyrirtækið sem eru eldri en frá árinu 2018. Vefsíða fyrirtækisins hefur verið sett upp eftir lok maí árið 2018. Hvenær nákvæmlega er ekki ljóst.

Í apríl síðastliðnum var Midway Management til umræðu á vefnum Reddit í flokk sem heitir Scamslayers. Þar varar notandi við fyrirtækinu og segir það að öllum líkindum svindl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -