Gísli Hauksson, annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefur verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega árás á fyrrverandi sambýliskonu. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í vor á þá sameiginlegu heimili þeirra. Gísli er sakaður um að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast að hálsi hennar. Ekki er ljóst hvort það teljist tilraun til manndráps eða sérstaklega hættuleg líkamsárás.
Gísli er formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins sem annast fjáröflun flokksins. Gísli hætti störfum hjá hinu umdeilda félagi GAMMA árið 2018. Hann seldi hlut sinn í félaginu fyrir hundruð milljóna.