Nunnan Wilhelmina Lancaster var grafin án smurningar árið 2019. Í síðastliðnum mánuði var þó komið að grafa hana upp.
Þrátt fyrir að hafa verið grafin árið 2019 hefur nunnan lítið breyst í útliti.
Lík nunnunnar Wilhelmina hefur dregið mörg hundruð manns í smábæinn Gower í Bandaríkjunum; dást margir að líki hennar.
Það kom fólki á óvart hversu vel líkið leit út eftir uppgrafninginn; var nunnan grafin í Apríl af nunnum er tilheyra „Benedictines of Mary, Queen of Apostles order.“
Gestir fengu að sjá og snerta lík Wilhelminu; máttu þeir meðal annars taka með sér teskeið af mold grafarinnar með sér heim.
Hún var grafin upp af nunnunum í klaustrinu til að undirbúa uppsetningu nýs helgidóms sem fól í sér „endurgræðslu hennar,“ og fannst hún „fullkomlega varðveitt,“ í gröf sinni.
En svo segir í yfirlýsingu nunnuklaustursins.
um 1.800 manns hafa heimsótt bæinn eftir að tölvupósti um máið var lekið; hefur ástand Wilhelminu vakið mikla athygli og mörgum spurningum almennings um málið er enn ósvarað.
„Á sama tíma er mikilvægt að vernda heilindi jarðneskra leifa systur Wilhelminu til að gera það kleift að rannsaka líkið ítarlega.“
Kennari við Western Carolina Háskólann, Rebecca George, vill meina að skortur á niðurbroti líka sé ekki sjaldgæfur; segir að líkkista og fatnaður leiki stórt hlutverk í tengslum við niðurbrot líkamans.
„Venjulega er við gröfum fólk þá er það ekki grafið upp aftur, þá fáum við ekki að sjá það nokkrum árum síðar,“ bætti hún við.
Klaustrið mun koma líkinu fyrir í glerkistu í kirkjunni, þar sem gestir munu enn geta séð það og tekið mold úr gröf hennar, en fá ekki að snert líkið.