Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fjöldi smitaðra einkennalítill

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við Nicola Montano, prófessor og forstöðumann lyflækninga við háskólasjúkrahúsið í Mílanó, um ástæður þess hve hratt kórónuveiran hefur breiðst út og hvað hann telji að verði að gera til að stöðva útbreiðsluna.

Nicola Montano, prófessor og forstöðumaður lyflækninga við háskólasjúkrahúsið í Mílanó. Mynd / Læknablaðið

Aðspurður um hvers vegna Ítalía hafi orðið svo illa úti á skömmum tíma vegna kórónuveirunnar svarar Nicola að í upphafi hafi stjórnvöld ekki verið með skipulagða áætlun til að mæta faraldrinum, þrátt fyrir ábendingar lækna. Ítalir hafi einblínt á fólk sem kom frá Kína. „Það var svo 38 ára maður, líkamlega mjög vel á sig kominn, sem kom á bráðamóttöku í bæ nálægt Mílanó. Hann var með háan hita og kvef en var sendur heim og sagður með flensu. Næsta dag kom hann aftur, var kominn með lungnabólgu og greindist þá með COVID-19,“ segir Nicola. „Þá kom í ljós að hann hafði umgengist fólk sem hafði verið í Kína. Það fólk reyndist hins vegar neikvætt þegar prófað var fyrir kórónuveirunni. Þá hófum við að prófa mjög marga, m.a. fólk almennt sem var með lungnabólgu. Við fundum marga sem reyndust vera jákvæðir fyrir veirunni. Það varð til þess að við gátum gert okkur betur grein fyrir sjúkdómnum og hvernig hann dreifðist. Svæðið þar sem þessi fyrrgreindi maður greinist var sett í sóttkví og tveimur vikum síðar var svæðið orðið hreint. Á Ítalíu hefur fjöldi einstaklinga með lítil sem engin einkenni greinst með COVID-19 og eru taldir hafa smitað aðra.“

Þróunin í öðrum löndum lík og á Ítalíu

Mat Nicola er að mikill fjöldi úti í samfélaginu á Ítalíu sé þegar smitaður, jafnvel hundruð þúsunda. ,,Við teljum að allt að ein milljón kunni að vera smituð á Ítalíu því útbreiðsla veirunnar hefur verið mjög hröð en þegar tölfræðin er borin saman við Kína þá er um að ræða mjög svipaða útbreiðslu miðað við fólksfjölda.“

Spurður um hvort hann telji að þróunin verði svipuð í öðrum löndum Evrópu og á Ítalíu svarar Nicola: ,,Án efa. Í öllum löndum. Við lifum í heimi þar sem fólk er á ferð og flugi. Spánn er um viku á eftir okkur, veiran dreifist mjög hratt þar. Sama er að segja um Frakkland, Þýskaland og fleiri lönd. Enginn vafi er á að heimsfaraldur er í uppsiglingu,“ segir hann. ,,Dánartíðnin er það sem skiptir mestu máli hér. Miðað við þekkingu okkar í dag er COVID-19 með aðeins hærri dánartíðni en inflúensa.“

Hvernig gengur á sjúkrahúsum að eiga við kórónuveiruna, þarf starfsfólk að vinna lengur og hefur það smitast þar? „Veiran leiðir ekki til hærri tíðni alvarlegra veikinda en fer með svo miklum hraða vegna skorts á ónæmi gegn þessari nýju veiru í samfélaginu að fjöldi þeirra sem leita á spítala er mjög mikill á skömmum tíma. Því verða heilbrigðisstarfsmenn útsettir fyrir veirunni. Starfsfólk bráðadeilda og smitsjúkdómalæknar eru hópar sem eru útsettari en aðrir. Álagið á spítölum er mikið og við þolum ekki slíkt álag nema í stuttan tíma.“

- Auglýsing -

Róttækar aðgerðir þarf

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út að einstaklingar sem smitast af kórónuveirunni fengu ákveðin einkenni eins og háan hita og fleira, er það raunin?
„Hér fá 85% mjög væg einkenni, 15% þurfa að leggjast á spítala og dánartíðni er 3%. Fyrir hverja fimm sjúklinga sem eru á gjörgæslu eru 50 í einangrun eða þurfa sérstaka meðhöndlun.“

Nicola telur að þegar tilfelli eru farin að koma úr samfélaginu, þar sem smitið kemur í gegnum þriðja aðila frá upphafslindinni, þurfi að prófa alla sem hafa einhver einkenni um öndunarfærasýkingu. Ekki nægi að meta eingöngu þá sem hafa átt samskipti við smitaða einstaklinga. Hann segir að það geti þurft endurtekin próf til að greina COVID-19 ef grunur leikur á að einstaklingur sé smitaður. Sýni séu oft ekki nægilega góð og það þurfi jafnvel 3-4 sýni áður en greining fáist. Slíkt hafi komið berlega í ljós.

- Auglýsing -

Þá segir Nicola að það borgi sig að vera viðbúinn því versta og gera allt til fækka smitum. Það feli í sér róttækar aðgerðir eins og að banna samkomur og viðburði þar sem fólk kemur saman. „Það er eini möguleikinn til að draga úr smiti.“

Ítarleg umfjöllun er um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -