Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Fjölgun á skráðum kynferðisbrotum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil fjölgun var á skráðum kynferðisafbrotum í maí síðast liðinn. Það má einna helst rekja til aðgerða lögreglunnar í vændismálum. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019.

 

Undanfarnar vikur hefur lögreglan verið í sérstökum aðgerðum tengt mansali en vændi er ein af birtingarmyndum þess. Þetta er einn af þeim þáttum í skipulagðri brotastarfsemi sem lögreglan leggur mikla áherslu á.

Mikil fækkun var á skráðum fíkniefnabrotum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 10% færri fíkniefnabrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.  Það hafa ekki verið skráð jafn fá fíkniefnabrot síðan apríl 2016. Heilt yfir fækkaði tilkynningum um þjófnað á milli mánaða en tilkynningum um þjófnað á reiðhjólum fjölgaði nokkuð á milli mánaða.

Fjöldi skráðra hegningarlagabrota voru 717 á höfuðborgarsvæðinu í maí. Hann hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu þrjá mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -