Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjölmiðlakóngurinn Helgi á nóg af peningum: Tapaði 1,7 milljónum á dag á Fréttablaðinu og DV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgefandi Fréttablaðsins, Torg ehf., tapaði 600 milljónum króna á árinu 2020. Það samsvarar því að fyrirtækið hafi daglega tapað 1,7 milljónum króna alla daga ársins. Undir hatti Torgs eru Fréttablaðið, Hringbraut og DV. Talið er að stærstan hluta tapsins megi rekja til Fréttablaðsins sem er dreift ókeypis um höfuðborgarsvæðið. Blaðið hefur undanfarið tapað stærstum hluta lesenda sinna. Lestur þess hefur verið í frjálsu falli. Útgefandinn brást við með því að skera niður útgáfudagana um einn og hætta alfarið prentaðri útgáfu DV sem hefur verið rekið með talsverðu tapi. Hringbraut er þess utan í taprekstri þótt það sé fjarri því sem gerist með Fréttablaðið. Þrátt fyrir himinhátt tap þá er Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs, keikur. 

„Torg er ekki til sölu,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í dag vegna orðróms um að hann vilji losna undan stöðugum taprekstri miðlanna.

„Hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir og óformleg tilboð í fyrirtækið eða hluta þess frá nokkrum aðilum að undanförnu. Þeim hugmyndum hefur öllum verið svarað neitandi og vísað frá með þeim orðum að ekkert sé til sölu hjá okkur,“ sagði Helgi sem telur að bjartir tímar geti verið fram undan í rekstrinum eftir mjög erfiða tíma vegna veirufaraldursins. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. „Nú horfir til betri vegar eftir að veiruvandinn er hættur að hafa áhrif á tekjuöflun fyrirtækisins og við væntum þess að hagur þess vænkist mjög við eðlilegar aðstæður í viðskiptalífinu,“ segir Helgi við Fréttablaðið. Helgi er mjög stöndugur eftir að hafa hagnast vel á eign sinni í Bláa lóninu. Hann hefur því úthald til að tapa fjármunum en spurning um vilja auðmannsins til að standa í slíku til lengdar og við vonlitlar aðstæður.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -