Fjölmiðlamaðurinn skeleggi, Egill Helgason, viðurkennir að hann sé með ákveðið blæti.
Segir:
„Ég ætla að gera þá játningu að ég er með blæti fyrir jólakúlum. Litríkum og jafnvel frekar ósmekklegum jólakúlum.“
Nefnir pólskar jólakúlur:
„Bestar eru þær pólsku, stórar með myndum og glimmeri.“
Og smekkmaðurinn Egill vill „alls ekki einlitar stílhreinar jólakúlur, heldur kúlur sem koma héðan og þaðan. Sumar hef ég náð í á ferðum í útlöndum.“
Nú er hins vegar komið babb í jólabátinn:
„En nú ber svo við að eftir flutninga finn ég ekki kassann með hinum góðu jólakúlum mínum. Vona að hann komi í leitirnar. Þetta er visst áfall. Svo hef ég verið að leita hér og þar og líka á netinu á því hvort einhvers staðar sé hægt að finna skemmtilegar jólakúlur. Gengur hvorki né rekur.“
Þetta reddast Egill!