Fjölmiðlamenn brutu sóttvarnarreglur við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabanka Íslands í morgun. Kannski má líta svo á að fjölmiðlamenn hafi verið nauðbeygðir til þess þar sem þeim var ekki gert kleift að sitja inni í dómsal þegar málið var tekið fyrir.
Aðalmeðferð fór fram í skaðabótamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og Stundin greinir frá var ekki pláss fyrir starfsfólk fjölmiðla í dómssalnum þar sem salurinn var svo lítill að einungis var rými fyrir örfáa áhorfendur. Enginn fulltrúi fjölmiðla náði þar sæti til að fylgjast með gangi málsins.