Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Fjölmörg kúlnaför eftir skotárásina – Sjáðu myndir af vettvangi á Egilsstöðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þónokkur fjöldi kúlnafara má sjá á húsum og bílum eftir skotárásina á Egilsstöðum í gærkvöldi en ekki hefur fengist nákvæm staðfesting á hvaða skotvopni var beitt í árásinni en ljóst að ekki hafi verið um loftriffil að ræða líkt og haldið var fram í fyrri fréttum af málinu.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum skaut árásarmaðurinn mörgum skotum úr byssu sinni en hæfðu þau bæði bíla og hús í götunni. Lögreglan skaut svo manninn í kviðinn eftir að hann hafði beint byssu sinni að henni. Liggur hann þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans.

Sjá einnig:  Ástríðuglæpur á Egilsstöðum – Börn voru á staðnum þegar sjómaður var skotinn af lögreglu

Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson.

Fjölskyldumaður sem býr í Dalseli þar sem árásin átti sér stað, sagði í viðtali við blaðamann Mannlífs hafa haldið að lætin sem hann heyrði í götunni, tengdust busavígslun Menntaskólans á Egilsstöðum sem fram fór í Selskógi, næsta nágrenni við Dalsel. Hann hafi þó fljótlega áttað sig á alvarleika málsins þegar hann sá fjöldann allan af lögreglumönnum og sérsveitarmenn mæta á svæðið.

Var manninum og fjölskyldu hans sagt að fara í skjól og halda kyrru fyrir. Hann sagðist ánægður að hafa ekki orðið vitni að því er lögreglan skaut manninn. Vildi hann koma því á framfæri hversu ánægður hann hefði verið með viðbrögð og fagmannesku lögreglunnar og sagðist ekki hafa vitað fyrir þetta atvik, hversu góða löggu þau hefðu á Egilsstöðum. Maðurinn vildi ekki koma undir nafni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -