Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Fjölskylda Hrefnu í jólaeinangrun vegna Covid-19 – Dauðaslys og svo hópsmit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrefna Reynisdóttir, kennari á Eskifirði, og tíu manna fjölskylda hennar hefur verið dæmd í jólaeinangrun vegna Covid-19 en fjögur þeirra eru orðin veik og ótti um að fleiri fjölskyldumeðimir kunni að vera smitaðir. Yfir jólahátíðina er útlit fyrir að meðlimir fjölskyldunnar verði í einangrun hver frá öðrum, og allir fjarri heimaslóðum því fjölskyldan var saman komin á sveitabúgarði til að skipuleggja jarðarför á Suðurlandi eftir hræðilegt slys.

Fjölskyldan kom saman til að skipuleggja útför Einars Hallssonar sem lést í byrjun mánaðarins. Dóttir hans og barnsmóðir eru meðal þeirra sem komu sérstaklega til landsins frá Danmörku vegna útfararinnar og horfa nú fram á einangrun yfir jólahátíðina, eins og sorg þeirra hafi ekki verið næg.

Guðmundur, stýrimaður og bróðir Einars, flaug líka sérstaklega til landsins frá Danmörku til að vera fjölskyldunni innan handar við skipulagninguna og vera með henni yfir jólin. Hann greindist hins vegar með Covid-19 og hið sama á við um unglingsson þeirra Guðmundar og Hrefnu. Feðgarnir dvelja nú saman í einangrun í húsi við hrossabúgarðinn að Hólum og mæðgurnar frá Danmörku eru þar líka veikar vegna veirunnar. Af tíu manna fjölskyldu eru því fjórir smitaðir nú þegar og ótti um að þeir gætu verið fleiri.

Langt er síðan Hrefna og Guðmundur hittust síðast og nú er ljóst að biðin verður enn lengri þar til þau geta fallist í faðma.
Halldóra sendir föður sínum hlýja strauma.

Hrefna segir að Guðmundur, eiginmaður hennar, hafi farið mjög varlega á heimleiðinni og gætt vel að einstaklingssóttvörnum. Því skilji þau illa hvernig hann hafi samt smitast. Restin af fjölskyldunni fer í skimun í dag. „Jólaeinangrunin er ekki mikið tilhlökkunarefni. Ég trúði þessu ekki því hann var búinn að fara svo ofboðslega varlega þar sem ég er í áhættuhópi. Við fengum bæði algjört sjokk og ég ætla ekki að ljúga neinu til um það að þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani,“ segir Hrefna.

Það er lán í óláni að á hrossabúgarði Einars heitins er að finna fjögur hús sem fjölskyldan hefur nú skipt sér niður í, ýmist í einangrun eða sóttkví. Þessi hörmulega atbbur’arás hófst með dauðaslysi.

„Við erum hérna saman af því mágur minn lenti í slysi og lést. Við erum í algjöru sjokki. Fyrst missum við mág minn og þegar við erum rétt að ná fótfestu eftir sorgina tekur Covid-ið við með því að taka af okkur jólin. Við þurfum nú að fresta jarðarförinni og náum svo ekki að vera saman yfir hátíðina. Þannig við náum hvorki að faðma hvert annað yfir jólin né takast á við sorgina saman fjölskyldan,“ segir Hrefna.

- Auglýsing -
Guðmundur passaði sig á heimleiðinni en smitaðist samt. Nú er fjölskyldan aðskild yfir jólin.

Hrefna bendir á að það hafi aldrei verið planið að eyða jólunum á búgarðinum og því hafi þau hvorki tekið með sér fatnað né jólaskraut meðferðis. Aðspurð um jólamatinn þá veit hún ekki sitt rjúkandi ráð því Guðmundur hefur ávallt eldað. „Þetta eru svo fáránlegar aðstæður sem við erum í en við vorum auðvitað að ofan á allt veikist enginn illa hjá okkur. Við horfum fram á mjög rómantísk jól, veifandi hverju öðru útum gluggann, sem er auðvitað fáránlega erfitt því ég hef ekki hitt Gumma lengi. Ég stend bara fyrir utan hjá honum og reyni að senda honum hlýja strauma. Það hefur alveg hvarflað að mér að líklega væri bara best við fengjum öll veiruna svo við getum verið saman um jólin,“ segir Hrefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -