Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin að morgni 9. febrúar síðastliðinn unnir sér ekki hvíldar í leitinni, ef þau staldri við hellist yfir þau sorg og hræðsla. Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út í fyrramálið, er rætt við móður Jóns Þrastar, bróður hans og barnsmóður um hvarfið, leitina og hvaða mann Jón hefur að geyma.
Hvarf Jóns Þrastar Jónssonar fyrir tæpum þremur vikum, snertir líf fjölmargra einstaklinga með áþreifanlegum hætti. Á meðal þeirra sem hafa þungar áhyggjur af afdrifum Jóns Þrastar er barnsmóðir hans, Nína Hildur Oddsdóttir. Saman eiga þau tvær stúlkur, sú eldri fimmtán ára en yngri rétt tæplega tólf ára.
„Við höfum ekki minnstu hugmynd hvað hefur getað gerst og ég er mjög sammála fjölskyldu hans um að það er algjörlega út úr karakakter fyrir hann að hverfa með þessum hætti.“
Ef þetta er eitthvað sem hefði komið illa við hann þá veit ég að hann hefði haft samband og því hefði verið bjargað.
Nú hefur komið fram í fjölmiðlum að Jón hafi tapað talsverðum fjármunum nóttina áður en hann hvarf og getgátur hafa verið uppi um hvort að tapið gæti tengst hvarfinu. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssona, efast um það.
„Vissulega gerðist það að hann tapaði einhverjum peningum en það var ekki slík upphæð að það hefði komið honum alvarlega úr jafnvægi. Við fjölskyldan erum líka náin og samheldin og Jón veit fyrir víst að þegar eitthvað bjátar á eða kemur upp á þá stöndum við saman. Ef þetta er eitthvað sem hefði komið illa við hann þá veit ég að hann hefði haft samband og því hefði verið bjargað. Ég held því að tapið þarna um nóttina tengist ekki þessu máli.“
Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta Mannlífi.