Einstæð þriggja barna móðir sendi nýverið út neyðarkall til netverja því hún á einfaldlega ekki krónu til að lifa af mánuðinn. Hún segist aðeins eiga til mat fyrir kvöldið og síðan ekki meir.
Það er þröngt í búi hjá mörgum þessa dagana og margir nýta sér samfélagsmiðla til að deila sögum sínum og leita hjálpar í sömu tilfellum. Eftirfarandi texti var sendur nafnlaust inn í hóp einstæðra mæðra á Facebook rétt undir mánaðarmótin:
„Ég er einstæð með 3 börn og er á felóbótum og og ég á ekki neitt til þess að lifa restina af mánuðinum út, það er aðeins til matur núna í kvöld. Og ennþá vika eftir. Þau eiga bæði klæði og umhyggju en ég er alveg að brotna saman vegna þess ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér núna restina af mánuðinum. Ætlaði að athuga hvort þú værir til þess að setja inn nafnlaust og athuga hvort einhver þarna úti gæti hjálpað okkur. Ég á ekki bónuskort og bý uta landi þannig að ferðast um gæti ég ekki gert vegna skort á bensíni og vantar mig líka hjálp með það til þess að koma börnum í skóla og dagmömmu.
Allt fór í skuldir og leigu, og viðgerð á bílnum og reikninga. Þetta er alveg síðasta sem ég leita til.“