Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fjórða Covid-bylgjan hafin á Íslandi!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir nýjustu smittölur, sem kveða á um að 38 innanlandssmit hafi greinst í gær og 6 smit á landamærunum, er ekki spurning um að fjórða bylgjan af Covid sé hafin hér á landi. Nú eru 163 einstaklingar í einangrun, 454 í sóttkví og 1.254 í skimunarsóttkví. Delta afbrigðið sem hefur verið að valda miklum usla í heiminum virðist vera búið að dreifa sér vel á Íslandi og fólk sem er bólusett að smitast og veikjast. Það stefnir óðfluga í veldisvöxt.

Hljóðið í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlæknir er mjög þungt og ekki bjartsýninni fyrir að fara hjá honum enda virðist ástandið vera komið úr böndunum. Í gær var tilkynnt um hertar aðgerðir á landamærunum sem margir hafa gagnrýnt, bæði sagt að aðgerðirnar séu óþarfar og eigi eftir að fara illa með ferðaþjónustuna og aðrir sem segja að þessar aðgerðir sé engan veginn í takt við alvarleika aukinna smita á landinu.

Þórólfi hryllir við fyrirhugaða Þjóðhátíð í Eyjum í tengslum við það hvað mörg smit hafi verið að greinast. Í janúar á þessu ári var hann hins vegar frekar bjartsýnn á þá hátíð en nú er staðan bara orðin allt önnur og alvarlegri en hún var þá. Hann segir að smithættan á svo stórum viðburðum sé stóraukin auk þess er fólk oft í annarlegu ástandi og geti því lítið hugað að því að verja sig gegn smiti.

Ljóst er að ástandið er orðið mjög alvarlegt og ekki hægt að búast við öðru en að nú verði allt bremsað af. Margir segja að sé því að kenna að ferðaþjónustan hafi verið látin ganga fyrir öllu, sem endar eins og raun ber vitni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -