Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og skilaði í nóvember kom meðal annars fram að meðaltalslaun starfsmanna í fjármálafyrirtækjum hafi verið 838 þúsund krónur á mánuði í október í fyrra. Þau höfðu hækkað úr 692 þúsund í febrúar 2006, eða um 21 prósent. Á sama hækkaði launavísitalan um 18,7 prósent.

Þá sýndi könnunin að 24,7 prósent starfsmanna í fjármálafyrirtækjum eru með yfir eina milljón króna í laun á mánuði. Þar af eru 12,6 prósent með meira en 1,2 milljónir króna á mánuði en ekki er greint frekar hversu há laun þess hóps eru yfir eru. Þeir sem skilgreindir voru sem „hærri stjórnendur“, alls 169 þeirra sem svöruðu könnuninni, voru til að mynda með tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er líkast til launahæsti bankamaður landsins. Hann var með 5,9 milljónir króna í laun á árinu 2017.

Til samanburðar má nefna að miðgildi heildarlauna á Íslandi á árinu 2017 var 618 þúsund krónur, sem þýðir að helmingur launamanna var með laun undir þeirri upphæð.

Kjarninn fjallaði ítarlega um launahækkanir ríkisforstjóra, sérstaklega í bönkum, og hvernig hækkanirnar gera erfiðar kjaraviðræður mun erfiðari. Nánar í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -