Ákæra hefur verið gefin út á hendur fjórum einstaklingum fyrir að hafa svipt Armando Beqirai lífi laugardaginn 13. febrúar 2021. Ákærðu eru þrír karlmenn á fertugs- og fimmtudagsaldri og ein kona á þrítugsaldri. Þetta kemur fram á mbl.is.
Í ákærunni segir að karlmaður á fertugsaldri hafi sýnt konu á þrítugsaldri tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt í porti við Rauðarárstíg og gefið henni fyrirmæli um að fylgjast með þeim. Jafnfram ætti hún að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið messenger til meðákærða þegar hreyfing yrði á bifreiðunum. Konan mun hafa orðið að þeirri beiðni.
Skambyssan í sjóinn
Tveir aðrir eru ákærðir. Segir í ákæru að tveir menn hafi elt bifreið Armando að heimili hans við Rauðagerði. Annar maðurinn fór út úr bílnum, faldi sig við bílskúr við heimili Armando. Þegar Armando kom út úr bílskúrnum skaut maðurinn Armando níu sinnum í líkama og höfuð með þeim afleiðingum að hann lést. Þá var morðinginn sóttur á morðstaðinn og karlmennirnir tveir óku í Varmahlíð í Skagafirði með viðkomu í Kollafirði þar sem þeir losuðu sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn.
Ákærðu eru sameiginlega krafin um rúmar 68 milljónir.
Eiginkona Armando krefst þess að ákærðu verði gert að greiða henni miskabætur fyrir fimm milljónir og auk þess gerir hún miskabótakröfu fyrir fimm milljónir fyrir bæði hönd sonar síns og Armando og ófædds barns þeirra hjóna. Hún gerir auk þess kröfur um missi framfæranda.
Foreldrar Armando krefjast einnig hvort um sig fimm milljóna í miskabætur.