Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Leyniskytta beið Armandos í Rauðagerði – Skammbyssunni hent í Kollafjörð eftir morðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákæra hef­ur verið gef­in út á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um fyr­ir að hafa svipt Arm­ando Beqirai lífi laug­ar­dag­inn 13. fe­brú­ar 2021. Ákærðu eru þrír karl­menn á fer­tugs- og fimmtu­dags­aldri og ein kona á þrítugs­aldri. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í ákærunni segir að karl­maður á fer­tugs­aldri hafi sýnt konu á þrítugs­aldri tvær bif­reiðar sem til­heyrðu Arm­ando og var lagt í porti við Rauðar­ár­stíg og gefið henni fyr­ir­mæli um að fylgj­ast með þeim. Jafnfram ætti hún að senda skila­boð í gegn­um sam­skipta­for­ritið messenger til meðákærða þegar hreyf­ing yrði á bif­reiðunum. Kon­an mun hafa orðið að þeirri beiðni.

Skambyssan í sjóinn

Tveir aðrir  eru ákærðir. Seg­ir í ákæru að tveir menn hafi elt bif­reið Arm­ando að heim­ili hans við Rauðagerði. Ann­ar maður­inn fór út úr bíln­um, faldi sig við bíl­skúr við heimili Arm­ando. Þegar Arm­ando kom út úr bíl­skúrn­um skaut maðurinn Arm­ando níu sinn­um í lík­ama og höfuð með þeim af­leiðing­um að hann lést. Þá var morðinginn sótt­ur á morðstaðinn og karl­menn­irn­ir tveir óku í Varma­hlíð í Skagaf­irði með viðkomu í Kollaf­irði þar sem þeir losuðu sig við skamm­byss­una með því að henda henni í sjó­inn.

Ákærðu eru sam­eig­in­lega kraf­in um rúm­ar 68 millj­ón­ir.

Eig­in­kona Arm­ando krefst þess að ákærðu verði gert að greiða henni miska­bæt­ur fyr­ir fimm millj­ón­ir og auk þess ger­ir hún miska­bóta­kröfu fyr­ir fimm millj­ón­ir fyr­ir bæði hönd son­ar síns og Arm­ando og ófædds barns þeirra hjóna. Hún ger­ir auk þess kröf­ur um missi fram­fær­anda.

- Auglýsing -

For­eldr­ar Arm­ando krefjast einnig hvort um sig fimm millj­óna í miska­bæt­ur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -