Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjórir drengir týndir eftir að þeir fóru í útilegu á sunnudaginn: „Ég er brjáluð af áhyggjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Norður-Wales leitar nú fjögurra drengja sem hurfu sportlaust í útilegu og hefur verið saknað síðan á sunnudagsmorgun. Drengirnir Jevon Hirst, Harvey Owen, Wilf Henderson og Hugo Morris eru taldir hafa farið saman í ferðina á silfurlitum fólksbíl en bílinn fannst auður í dag eftir ábendingu frá almenningi.

Drengjanna er saknað

Vinirnir, sem hafa reynslu af útilegum, eru taldir hafa verið á leið til Snowdonia með nokkurn búnað meðferðis. Ekki næst í farsíma drengjanna og hefur enginn þeirra sett sig í samband við vini eða fjölskyldumeðlimi síðustu daga. „Ég er brjáluð af áhyggjum,“ skrifaði móðir Harvey á Facebook þar sem hún biður örvæntingarfull um aðstoð við leitina. „Einn af þessum strákum er sonur minn Harvey, vinsamlegast vinsamlegast deilið og merkið hvern sem er í Wales eða hafðu samband hafir þú einhverjar upplýsingar.

Lisa Corfield, mamma kærustu Wilfs, skrifaði á samfélagsmiðilinn á mánudaginn. „Kærasti dóttur minnar er fyrsti strákurinn. Þeirra er saknað eftir að hafa farið í útilegu í gær og áttu að koma heim í morgun en hafa ekki sést eða heyrst frá þeim síðan. Endilega deilið með sem flestum svo við getum reynt að fá þá heila á húfi heim aftur.“
Lögregla og fjallabjörgunarsveitir hafa skipulagt leitaraðgerðir að hópnum og óskað eftir upplýsingum frá almenningi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -