Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Fjórir farþegar en enginn bílstjóri þegar löggan birtist – Drukkinn rafskútumaður flaug á höfuðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumenn þurftu að taka á honum stóra sínum þegar þeir komu að manni sem gekk berserksgang. Berserkurinn reyndist vera óviðræðuhæfur þegar búið var að yfirbuga hann. Grunur er um að hann hafi verið undir annarlegum áhrifum. Maðurinn var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar máls hans.

Lögregla sinnti tveimur útköllum þar sem óvelkomnu og ölvuðu fólki var vísað á brott.

Tveir ökumenn bifreiða voru stöðvaðir. Báðir óku þeir talsvert yfir leyfilegum hámarkshraða. Annar á 139 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Hinn var á 140 kílómetra hraða. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Málin afgreidd á vettvangi.

Bifreið stöðvuð í akstri og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einnig grunaður um að aka ítrekað án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku. Hann fær sekt upp á rúmlega 200 þúsund krónur.

Tilkynnt var um umferðarslys þar sem aðili féll á rafskútu. Grunur er um að hann hafi verið drukkinn. Hinn fallni reyndist vera með höfuðáverka og var fluttur á sjúkrahús til frekari skoðunar.

Lögregla sinnti tilkynningu um samkvæmishávaða. Nátthrafnarnir lofuðu að lækka í græjum sínum.

- Auglýsing -

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar í verslun. Málið afgreitt á vettvangi. Ökumaður var stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig etr hann grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla hafði afskipti af aðila sem svaf inni í bifreið. Við nánari skoðun reyndist bifreiðin vera á röngum skráningarnúmerum.

Bifreið var stöðvuð í akstri á svæðí Kópavogslögreglu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einnig grunaður um það lögbrot að aka ítrekað sviptur ökuréttindum. Þá voru skráningarmerki fjarlægð af bifreiðinni þar sem ekki hafði verið staðið skil á vátryggingu. Ökumaðurinn var látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð.

- Auglýsing -

Bifreið stöðvuð í akstri við almennt umferðareftirlit. Þegar lögregla kom að bifreiðinni, og ætlaði að gefa sig á tal við ökumann, sat enginn undir stýri. Fjórir voru í bifreiðinni og kvaðst enginn þeirra kannast við að hafa ekið bifreiðinni. Vopn fundust í bifreiðinni. Allir málsaðilar handteknir, grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá eru þeir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna og vopnalagabrot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -