Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fjórir nýir áfangastaðir í júlí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá Isavia segir að áhugi flugfélaga á Íslandsferðum sé að aukast og að það sé ánægjulegt að sjá líf færast aftur inn á Keflavíkurfluvöll. Núna er flogið til og frá 21 áfangastað og fjórir nýir áfangastaðir bætast við í næsta mánuði.

Í tilkynningu Isavia segir að síðan landamæraskinum á Keflavíkurflugvelli hófst þann 15. júní hafi sjö flugfélög hafið flug til og frá landinu þar sem flogið er frá 21 áfangastað í 15 löndum og að fleiri flugfélög sýni nú Íslandi áhuga.

Í næsta mánuði munu þrjú flugfélög bætast í hóp þeirra sem nú fljúga til landsins og þannig bætast fjórir nýir áfangastaðir við í júlí. Hér má nálgast upplýsingar um þau flugfélög sem fljúga til Íslands núna.

„Fréttir berast næstum daglega af fyrirætlunum ýmissa flugfélaga varðandi Íslandsferðir sem er í takt við væntingar í ljósi sérstöðu Íslands sem áfangastaðar og vonir eru bundnar við það að það mun fjölga enn frekar á komandi vikum á mánuðum á sama tíma og takmörkunum og ferðahindrunum fækkar,“ segir í tilkynningu Isavia.

Í tilkynningunni segir að starfsfólk Isavia fagni því að sjá aukið líf á flugvellinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -