Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Fjórir veitingastaðir farnir á hausinn við þennan spotta Hverfisgötunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvernig hægt er að klúðra þessu verki svona ofboðslega er óskiljanlegt,“ skrifar Ás­mundur Helga­son, einn eig­enda Gráa kattarins á Hverfis­götu, í færslu á Facebook um framkvæmdirnar á Hverfisgötu.

 

Í færslunni bendir Ásmundur á að framkvæmdirnar á Hverfisgötu hófust 20. maí og áttu að klárast í kringum menningarnótt en þeim er ekki enn lokið. Þá greinir hann frá að illa hafi gengið að fá upplýsingar frá Reykjavíkurborg um stöðu mála. „Það er útlit fyrir að framkvæmdatíminn lengist um 100% – fari úr áætluðum þremur mánuðum upp í 6 mánuði. Að minnsta kosti.“

Ásmundur bendir á að framkvæmdirnar hafi gríðarleg áhrif á reksturinn hjá þeim fyrirtækjum sem eru á sama svæði og framkvæmdirnar á Hverfisgötu. „Fjórir veitingastaðir farnir á hausinn við þennan spotta Hverfisgötunnar og staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir. Uppsafnaður taprekstur frá því í sumar eykst með hverri vikunni, með hverri vikunni sem verkið tefst.“

„Uppsafnaður taprekstur frá því í sumar eykst með hverri vikunni…“

Í færslunni spyr Ásmundur af hverju tafirnar stafa. „Það er verið að færa þennan hluta Hverfisgötunnar í sama búning og efri hlutann, þannig að allir verkþættir eru þekktir. Þær skýringar sem hafa komið fram á töfum eru ekki trúverðugar,“ skrifar hann meðal annars.

Hann endar færsluna á að minna fólk á að Grái kötturinn er opinn fyrir þá sem komast í gegnum „grindverkavölundarhúsið“.

Færslu Ásmundar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Meðfylgjandi er svo myndband sem Ásmundur birti á Facebook-síðu Gráa kattarins þar sem sjá má umrætt „grindverkavölundarhús“.

Það er opið!

Það er opið þó það líti út fyrir annað!We are open for business :)#takkreykjavik Hverfisgatan

Posted by Grái Kötturinn on Sunnudagur, 20. október 2019

Blessuð Hverfisgatan. Framkvæmdir sem hófust 20. maí og áttu að klárast í kringum menningarnótt, ja, þeim er ekki enn…

Posted by Ásmundur Helgason on Þriðjudagur, 22. október 2019

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -