Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fjórtán ára á stolnum bíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hafði nóg fyrir stafni í gær og í nótt.

Lögreglan á höfuðhorgarsvæðinu hafði í gær afskipti af fjórtán ára dreng sem var að aka bíl í Hlíðahverfi. Hafði hann tekið bíl ófrjálsri hendi og var á rúntinum með fjórum jafnöldrum sínum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þar er ennfremur greint frá því að ekið hafi verið á þrett­án ára pilt á vespu í Garðabæn­um. Slapp hann ómeidd­ur en vesp­an skemmd­ist lít­ils­hátt­ar. Þá var ekið á hjól­reiðamann í miðborg­inni en ekki kemur fram hvort maður­inn meidd­ist í árekstr­in­um.

Þá komu á borð lögreglu nokkur mál sem rekja má til ölvunar. Þannig var ökumaður, grunaður um ölvunarakstur, handtekinn í miðborginni eftir að hann keyrði á tvær bifreiðar og flúði af vettvangi. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Til­kynnt var til lög­reglu um ofurölvi konu sem þar sem hún lá á bif­reiðastæði í hverfi 203 í Kópa­vog­in­um. Kom lögregla henni í hend­ur aðstand­anda. Lögregla aðstoðaði mann í sama hverfi en sá var ofurölvi og hafði fallið af hjóli. Eftir að sjúkra­flutn­inga­menn höfðu skoðað mann­inn var hon­um og hjól­inu ekið heim, þar sem hann var ekki í nokkru ástandi til að komast ferða sinna.

Þetta er á meðal þeirra mála sem komu á borð lögreglu í gær og í nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -