Það er ansi hressilegur og bítandi kuldi í kortunum frægu.
Komið er á daginn að spáð er tveggja til fjórtán stiga frosti í dag; og því miður má búast við að það jafnvel verði ennþá kaldara í nótt.
Veðurstofan spáir minnkandi norðlægri átt í dag og það mun draga úr éljum fyrir norðan; bjart verður syðra.
Samkvæmt spánni þá er útlit fyrir að byrji að snjóa vestast á landinu í kvöld; þá verður komin suðaustanátt – átta til fimmtán metrar á sekúndu.
Þónokkurrar ofankomu er að vænta á landinu á morgun – sérstaklega fyrri partinn – og þá dregur nokkuð úr vindi.