Nú hafa fjörtíu þúsund manns smitast af kórónaveirunni 2019-nCoV um allan heim og eru 910 látnir af völdum veirunnar, flestir síðasta sólarhring eða tæplega 100 manns. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Þar kemur jafnframt fram að yfir 3.500 manns hafi jafnað sig eftir að hafa smitast af veirunni. Fjöldi staðfestra nýsmita sé nokkuð stöðugur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO telji þó of snemmt að segja til um hvort veikindi af völdum veirunnar hafi náð hámarki sínu.
Eins og kunnugt er kom veiran fyrst upp í borginni Wuhan í Hubei-héraði Kína en af þeim látnu voru 871 frá því héraði. Hingað til hafa langflest tilfellin greinst í Kína. Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst smitaður af kórónaveirunni 2019-nCoV á Íslandi.