Sautján manns hafa leitað á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis það sem af er júlímánuði. Sjö leituðu á neyðarmóttökuna á sama tíma í fyrra.
Í samtali við við mbl.is segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, að flest brotin eigi sér stað í heimahúsum. Hún segir erfitt að spá fyrir um það hvort fleiri mál komi upp í júlímánuði, en í 39 mál hafa komið upp í maí, júní og júlí á þessu ári. Málin voru 34 talsins á sama tíma í fyrra. Málin voru heldur færri eða 29 á fyrstu fjórum mánuðum á þessu ári: níu í janúar, tvö í febrúar, níu í mars og níu í apríl.
Tilslakanir á fjöldatakmörkunum er m.a. talið skýra aukið álag á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis.