Í nýbirtum upplýsingum Hagstofunnar um atvinnuþátttöku kemur fram að 2.500 manns á aldrinum 16-24 ára voru atvinnulaus í júlí síðastliðnum samanborið við 1.400 manns fyrir áratug.
Í júlí í fyrra voru aðeins 600 á þessum aldri án atvinnu og er tekið sérstaklega fram í umfjöllun Hagstofunnar að það hafi verið óvenju fáir.
Til samanburðar voru 1.200 manns á aldrinum 16-24 ára án atvinnu árið 2003. Þá vann fólkið í 45,6 klukkustundir að meðaltali, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Á þessu ári vann ungt fólk á aldrinum 16-24 ára með vinnu að meðaltali í 39,1 klukkustund í júlí. Þetta er tæpur þremur klukkustundum minna en í júlí árið 2017. Fyrir áratug vann fólk á þessum aldri að meðaltali í 45,5 klukkustundir, að því er fram kemur í upplýsingunum Hagstofunnar.