Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Flest­ir þing­menn kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins – Hildur Sverrisdóttir – segir fyrir sitt leiti að algjörlega  útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar haldi áfram eftir næstu kosningar.

Hildur lét orð þessi falla í viðtali við Morgunblaðið.

Bætti því við að ríkisstjórn þessi sé ansi mikið ólíkindasamstarf er hafi oft reynst verulega erfitt.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Þykir Hildi Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið alltof of mikið eftir gagnvart VG; tekur þó fram að VG þyki þeir líka hafa gefið of mikið eftir gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Að mati Hildar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð ýmsu í gegn í þessu stjórnarsamstarfi; til dæmis útlendingalög – lögreglulög sem og sameiningu stofnana við þinglok í vor:

„Við Sjálf­stæðis­menn náum ýmsu í gegn í mála­miðlun­um, þótt það sé kannski ekki alltaf aug­ljóst út á við. Fólk get­ur til að mynda ímyndað sér hversu marg­ar skatta­hækk­an­ir hafa verið born­ar á borð í gegn­um árin sem við sjálf­stæðis­menn höf­um hvað eft­ir annað hafnað.“

- Auglýsing -
Alþingi Íslendinga

Hildi finnst frelsið yndislegt en henni þykir vanta upp á frjálslyndið á Alþingi:

„Ég er mik­il talskona frels­is. Mér finnst að frelsið mætti eiga fleiri vini hér í Alþing­is­hús­inu. Flest­ir þing­menn í þessu húsi kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull. Það fer ekki sam­an að tala um frjáls­lyndi og tala síðan stöðugt um að að ríkið verði að hafa vit fyr­ir fólki.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -