Þingmaður Sjálfstæðisflokksins – Hildur Sverrisdóttir – segir fyrir sitt leiti að algjörlega útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar haldi áfram eftir næstu kosningar.
Hildur lét orð þessi falla í viðtali við Morgunblaðið.
Bætti því við að ríkisstjórn þessi sé ansi mikið ólíkindasamstarf er hafi oft reynst verulega erfitt.
Þykir Hildi Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið alltof of mikið eftir gagnvart VG; tekur þó fram að VG þyki þeir líka hafa gefið of mikið eftir gagnvart Sjálfstæðisflokknum.
Að mati Hildar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð ýmsu í gegn í þessu stjórnarsamstarfi; til dæmis útlendingalög – lögreglulög sem og sameiningu stofnana við þinglok í vor:
„Við Sjálfstæðismenn náum ýmsu í gegn í málamiðlunum, þótt það sé kannski ekki alltaf augljóst út á við. Fólk getur til að mynda ímyndað sér hversu margar skattahækkanir hafa verið bornar á borð í gegnum árin sem við sjálfstæðismenn höfum hvað eftir annað hafnað.“
Hildi finnst frelsið yndislegt en henni þykir vanta upp á frjálslyndið á Alþingi:
„Ég er mikil talskona frelsis. Mér finnst að frelsið mætti eiga fleiri vini hér í Alþingishúsinu. Flestir þingmenn í þessu húsi kalla sig frjálslynda, sem mér finnst í sumum tilvikum vera bull. Það fer ekki saman að tala um frjálslyndi og tala síðan stöðugt um að að ríkið verði að hafa vit fyrir fólki.“