Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Flökkusögurnar sem hverfa ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Er alltaf kalt á Íslandi? Búa Íslendingar í snjóhúsum? Er hver einasti Íslendingur ljóshærður, glæsilegur og kynþokkafullur? Borga yfirvöld erlendum karlmönnum fyrir að flytja til landsins og giftast íslenskum konum? Eru 99% Íslendinga heiðnir og trúa bara á álfa og tröll? Rölta mörgæsir og hvítabirnir um göturnar svona almennt?

Þrátt fyrir að milljónir ferðamanna hafi heimsótt Íslandi undanfarin ár er magnað hvað enn ganga um margar þjóðsögur af landi og þjóð. Mannlíf tók léttan rúnt á helstu spurningum, samfélagsmiðlum og upplýsingavefjum og gætti þess vandlega að ekki væri um eldra efni að ræða. Þetta eru hlutir sem margir trúa ENN um land og landsmenn þrátt fyrir að skynsamleg heimildasöfnun hafi breytt áliti margra.

Skítakuldinn

Já, það er oft kalt á klakanum, fæstir geta neitað því Kannski er stærsti misskilningur um Ísland hugmyndin um að það sé alltaf skítakuldi. Langlíklegast er að þessi mýta komi frá nafni landsins en margir útlendingar gera ráð fyrir að landið berjist að eilífu við snjóstorma, þoku og snjóflóð.  Allann ársins hringinn…..

Snjóhúsin

Í alvöru? Flestir hefðu nú haldið að þessi vitleysa væri alveg horfin. En staðreyndin er sú er að fyrstu viðbrögð sumra gesta okkar er að vera standandi hissa yfir öllum þessum byggingum sem virðast vera hist og her og út um allt. Veitingahús? Og með nettengingu? Steyptir vegir? Huh?

- Auglýsing -

Ljóshærðu fegurðardísirnar og vöðvastæltu víkingarnir

Ímynd Íslendinga sem ljóshærð, bláeygð og falleg þjóð hefur löngum gegnsýrt alþjóðlega skynjun. En við erum allskonar og staðalímyndin langt frá því að vera rétt, eitthvað sem svekkir sumar gesti vora. Vissulega er hér að finna fallegt fólk og ekki má gleyma að við höfum átt fjórar alþjóðlegar fegurðardrottningar.  En við komum í öllum stærðum, gerðum og litarafti en eigum það öll sameiginlegt að vera Íslendingar.

Stjórnvöld borga erlendum karlmönnun fyrir að kvænast íslenskum konum

- Auglýsing -

Nei, hættu nú alveg. Hér er líka að finna ákveðna þverstæðu. Ef íslenskar konur eru svona fallegar af hverju þarf þá að múta útlendingum til að kvænast þeim? Stórt er spurt. Upphaf þessarar flökkusögu má rekja til vefsíðu í Afríku og var þar fullyrt að vegna skorts á karlmönnum á Íslandi hefðu yfirvöld gripið til þess ráðs að borgar karlmönnum 5.000 dollara fyrir að kvænast íslenskri konu. Sagan breyddist hratt um afríska og arabíska miðla og á tímabili var ekki flóafriður á Facebooksíðum kvenna fyrir hjónabandstilboðum. Þótt merkilegt kunni að virðast þarf ekki að leita lengi á netinu til að sjá að enn eimir eftir af þessari vitleysu.

Íslendingar eru  trúlausir nema þegar kemur að álfum og tröllum

Þessa fullyrðingu má rekja til svokallaðra evangerlískra presta í Bandaríkjunum sem eru yst á hægri væng bandarískra stjórnmála og ákaflega íhaldssamir. Það er Guð, Bandaríkin og byssan og í þeirri mikilvægisröð eins og einn predikarinn baular yfir söfnuði sínum á YouTube. Í kjölfarið kom töluvert af ,,blammeringum” á Íslendinga og hórdóm þeirra (fólk býr saman ógift og konur eignast börn upp á sitt einsdæmi!)

Staðreyndin er einfaldlega sú samkvæmt Fréttablaðinu í nóvember síðastliðin að  rúmlega sex af hverjum tíu Íslendingum játa kristna trú og á sama tíma telja fjórir af hverjum tíu sig vera trúaða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegum niðurstöðum könnunar sem Maskína gerði fyrir lífsskoðunarfyrirtækið Siðmennt árið 2020.  Samkvæmt annarri könnun Maskínu trúir 31% landans á álfa.

Á Íslandi er að finna bæði mörgæsir og hvítabirni

Eins og flestir vita búa bæði mörgæsir og hvítabirnir á allt öðrum stað á plánetunni. Hvítabirnir búa á Norðurheimskautssvæðinu, í löndum eins og Kanada, Rússlandi og Grænlandi á meðan mörgæsir búa akkúrat hinum megin á jörðinni eða á Suðurheimskautinu.

Kannski þarf að taka menntastefnu sumra landa til endurskoðunar?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -