Mánudagur 25. nóvember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Florian Schneider látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Florian Schneider, einn stofnenda þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Staðfest hefur verið við The Guardian að Schneider lést úr krabbameini fyrir um það bil viku og að jarðarför hans hafi þegar farið fram í kyrrþey.

Kraftwerk þótti ryðja brautina í elektrónískri tónlist og var það ekki síst þakkað Schneider sem upphaflega lék á flautu, fiðlu og gítar. Fljótlega jókst áhugi hann á rafrænni tónlist og er haft eftir honum að honum hefði fundist flautan gefa of takmarkaða möguleika. Hann hafi fljótlega eftir að tónlistarferillinn hófst keypt míkrafóna, hátalara og hljóðgervla til að rafvæða tónlistina. Seinna hafi hann svo fleygt flautunni, það hafi verið hluti af tónlistarlegri þróun hans.

Kraftwerk átti hvern smellinn á fætur öðrum á áttunda áratugnum og er af mörgum talin hafa verið frumkvöðull í þeirri tegund rafrænnar tónlistar sem einkenndi níunda áratuginn. Schneider hætti í hljómsveitinni árið 2008 og síðan hefur verið heldur hljótt um hann, en hann gaf þó út eitt lag, Stop Plastic Pollution, árið 2015 í samstarfi við upptökustjórann Dan Lacksman.

Margir tónlistarmenn hafa minnst Schneiders á samfélagsmiðlum, þar á meðal teknóstjarnan Nina Kraviz sem spurði í tísti á Twitter hvar rafræn tónlist myndi vera stödd hefði Kratwerk ekki komið til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -