Ný aðferð til að krulla hárið með plastflösku hefur vakið mikla athygli.
Ný aðferð sem krullar hárið á fljótlegan hátt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Aðferðin felst í því að klippa plastflösku til á ákveðinn hátt, setja hárlokk í flöskuna og blása hárið með heitum blæstri í gegnum gat á flöskunni. Blásturinn frá hárþurrkunni veldur því að það krullast upp á hárið innan í flöskunni og útkoman er liðaðir lokkar. Athygli er vakin á að mikilvægt sé að vera með stút framan á hárþurrkunni þegar aðferðin er notuð.
Blaðakona PopSugar prófaði aðferðina í tilraunarskyni en gefur henni ekki beint toppeinkunn. Hún segir útkomuna ekki hafa verið eins og hún hafði vonað. „Að mínu mati er betra að eyða nokkrum auka mínútum í að krulla hárið með krullujárni,“ skrifar hún. Hún bætir við að þetta sé þó skemmtileg aðferð sem vert er að prófa.
Áhugasamir geta skoðað myndbönd sem sýna fólk prófa flöskuaðferðina undir myllumerkinu #blowthebottlechallange á samfélagsmiðlum.
https://www.instagram.com/p/Bpw4BPch5p3/
https://www.instagram.com/p/BpxuRhkA6-i/
Mynd / Skjáskot af Instagram