Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Flóttamenn boða eigin Keflavíkurgöngu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boðað hefur verið til kröfugöngu laugardaginn 4. maí til að mótmæla framgöngu dómsmálaráðherra í garð flóttamanna og berjast fyrir bættari kjörum. Flóttamenn á Íslandi og No borders Iceland standa fyrir mótmælunum. Gangan mun hefjast 8:15 í húsnæði flóttamanna í Ásbrú og verður gengið að Austurvelli.

Aðstandendur mótmælanna eru gagnrýnin á framgöngur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðhera í málefnum flóttamanna. Þau segja viðbrögð ráðherra við gagnrýni á meðferð flóttafóllks annarsvegar „opinber yfirlýsing um það að það sé ómögulegt að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindinga og hinsvegar bréf til flóttafólks sem segir nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni. Fundurinn sem Þórdís Kolbrún vísar hér í var hálftíma langur fundur sem átti sér stað fyrir 2 mánuðum síðan, ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum.  Ásamt því hefur Þórdís Kolbrún staðið með harðneskjulegu frumvarpi um breytingu á útlendingalögum sem fer fram á frekari notkun dyflinnarreglugerðarinnar og gerir endurupptöku mála erfiðari auk þess að takmarka lagalegan rétt flóttamanna.“

Þá segir hópurinn ráðherra hunsa stöðu mála. „Á meðan dómsmálaráðherra kýs að hunsa kröfur flóttafólks og stendur sem fastast með fyrrnefndu frumvarpi hafa aðstæður flóttafólks síður en svo skánað á síðustu vikum” segir á Facebook síðu viðburðarins. „Í rúma tvo mánuði hafa flóttamenn á Íslandi staðið fyrir bréfaskriftum til yfirvalda, mótmælum og haldið kyrrsetu á Austurvelli, allar þessar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að þrýsta á dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu, að svari kalli þeirra um bætta lifnaðarhætti og sanngjarnari málsmeðferð á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd”.

Kröfur sem hópurinn gerir:

  1. Ekki fleiri brottvísanir — Til að byrja með þarf að binda enda á brottvísanir til Ítalíu og Grikklands.
  2. Allir ættu að fá efnismeðferð í umsóknum sínum – Sér í lagi þeir flóttamenn sem hafa nú þegar fengið neitun frá öðrum löndum og eiga í hættu á að vera vísað áfram til landa þar sem þeim bíða ofsóknir og dauði.
  3. Réttur til vinnu — bráðabirgðakennitala sem leyfir okkur að vinna meðan við bíðum afgreiðslu hjá Útlendingastofnun. Við viljum vinna!
  4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Allir ættu að fá hlúð að meinum sínum, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg. Útlendingastofnun hindrar aðgang margra flóttamanna að heilbrigðisþjónustu.
  5. Lokum einangruðum flóttamannabúðum við Ásbrú. Það hefur vond sálfræðileg áhrif að vera einangraður frá samfélagi og stofnunum.

Flóttamenn hafa harðlega gagnrýnt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fyrir framgöngu sína í málsmeðferð flóttamanna. Hefur hún lýst því opinberlega að ómögulegt sé að stöðva brottvísanir vegna alþjóðlegra skuldbindingar. Þórdís hefur einnig sent frá sér bréf til flóttamanna sem segir að „nú þegar hafa komist til móts við kröfur þeirra um fund og því sé ástæðulaust að halda annan slíkan á næstunni”. Fundurinn sem um ræðir var 30 mínútna fundur sem átti sér stað í mars. Kemur fram á síðu viðburðarins að „ekki hefur verið fylgt eftir því sem fjallað var um á fundinum”.

Keflavíkurganga flóttamanna

„Ástæðan fyrir því að ákváðum að ganga þessa leið er sú að á 6.-10. áratugum síðustu aldar héldu Íslenskir hernaðarandstæðingar 11. Keflavíkurgöngur sem gengnar voru sömu leið, frá Herstöðvinni á Miðnesheiði til Reykjavíkur til þess að mótmæla veru bandarísks setuliðs á Íslandi, og þáttöku Íslands í NATO“ segir á síðu viðburðarins.

„Við hvetjum alla til þess að slást í lið með okkur og ganga fylgtu liði frá Ásbrú til Reykjavíkur til samstöðu þeirra flóttamanna sem neyðast til þess að ganga langar vegalengdir í átt að mannsæmandi lífi. Gerum samningaviðræður og kröfur flóttamanna að veruleika!”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -