Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Flóttinn mikli af RÚV heldur áfram: „Stutt í heykvíslar og ýmiss konar árásir og áreitni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf greindi frá í gær þá hefur Einar Þorsteinsson, stjórnandi Kastljóssins á RÚV, látið af störfum og að framundan væru ný verkefni á nýjum vinnustað hjá kappanum.

Einar hefur þótt harður í horn að taka og alls ófeiminn að spyrja erfiðra spurninga og ekki verður auðvelt að fylla hans skarð.

Fréttastofa RÚV hefur orðið fyrir ansi miklum skakkaföllum á ekki svo löngum tíma; fréttastjórinn Rakel Þorbergsdóttir kvaddi landsmenn um áramót eftir langt og farsælt starf á RÚV.

Rakel sagði meðal annars við það tækifæri að „það er margt jákvætt við starfið en líka skuggahliðar. Það er óvægni í umræðunni og stutt í heykvíslar, en líka ýmiss konar árásir og áreitni gagnvart blaða- og fréttamönnum sem hefur ekkert með málefnalega rökstudda gagnrýna að gera.“

Þá hvarf Aðalsteinn Kjartansson úr Kveik af vettvangi nýlega og en hélt áfram í sama geira; skipti yfir á Stundina.

Og eins og það væri ekki nóg, þá hvarf Sunna Valgerðardóttir af braut á fréttastofunni, eins og Haukur Harðarson íþróttafréttamaður. Líka Orri Freyr Rúnarsson.

- Auglýsing -

Nokkru áður hafði Milla Ósk Magnúsdóttir hætt á fréttastofu RÚV; er nú aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Þeir sem stjörnuðu hinum vinsæla þætti KrakkaRÚV, eru einnig hættir hjá stofnuninni rótgrónu.

Fanney Birna Jónsdóttir hætti sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV.

- Auglýsing -

Þetta eru mikil afföll á stuttum tíma, og hvað veldur er ekki auðvelt að skýra. Orðrómur hefur verið uppi um að launadeilur hafi átt sér stað, sem og að fréttafólki stofnunarinnar hafi fundist skorta á stuðning við sig í erfiðum málum; hins vegar eru gjarnan miklar hræringar í fjölmiðlaheiminum, en þessi fólksflótti af fréttastofu RÚV er hins vegar ansi mikill á afar stuttum tíma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -