Lögregan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum í gærkvöldi. Þar hafði karlmaður ráðist á annan úti á götu og voru það gangandi vegfarendur sem höfðu samband við lögreglu. Gerandinn reyndi að flýja af vettvangi en lögregla gómaði hann stuttu síðar og vistaði í fangaklefa. Þolandinn var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Síðar um nóttina sinnti lögregla örðu útkalli vegna líkamsárásar, í þetta sinn í Kópavogi. Gerandi fékk gistingu í fangaklefa.
Fyrr um kvöldið var tilkynnt um slys í undirgöngum þar sem maður á reiðhjóli og einstaklingur á rafskútu skullu saman. Maðurinn á reiðhjólinu slasaðist og var fluttur á bráðadeild með sjúkrabíl. Sá sem keyrði rafskútuna flúði af vettvangi.
Undir morgun bárust lögreglu innbrotstilkynningar í fyrirtæki. Á öðrum staðnum var búið að stela reiðufé úr afgreiðslukassa.