Fyrrum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Dorrit Moussaieff, tóku á móti nýju ári í Reykjavík með sínum nánustu.
Ætluðu þau sér að skjóta upp nokkrum flugeldum í gærkvöldi, líkt og hefð er fyrir hjá mörgum fjölskyldum, en það gekk aldeilis ekki áfallalaust fyrir sig.
Dorrit birti á Instagram síðu sinni myndband, þar sem Ólafur Ragnar sést kveikja í flugeld, allt virðist eðlilegt í fyrstu, flugeldurinn þýtur upp í loftið -þar til allt í einu að flugeldurinn tekur skyndilega stefnuna niður aftur og springur við nærstaddan bíl.
Ekkert tjón virtist verða á fólki, en sömu sögu er kannski ekki að segja um bíl nágrannans ef marka má orð Dorritar við myndbandið.
„Erum í brýnni þörf á kennslu í að kveikja í flugeldum, nágranninn er í brýnni þörf fyrir nýjan bíl.“
Ólafur Ragnar aðeins búinn að gleyma hvernig á að skjóta upp flugeldum á öruggan hátt pic.twitter.com/bez0nKJAHI
— Ragnar Auðun Árnason (@raggiau) December 31, 2021