Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Flugfreyjur hafna samningi Icelandair – Bogir segir niðurstöðuna „mikil vonbrigði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meirihluti fé­lags­manna FFÍ felldi kjara­samn­ing sem samn­inga­nefnd­ir fé­lags­ins og Icelanda­ir skrifuðu und­ir í júní. Forstjóri Icelandair segir þetta mikil vonbrigði.

„Með þess­um samn­ingi geng­um við eins langt og mögu­legt var til að koma til móts við samn­inga­nefnd FFÍ. Þessi samn­ing­ur hefði tryggt ein bestu kjör fyr­ir störf flug­freyja og flugþjóna sem þekkj­ast á alþjóðamarkaði en á sama tíma aukið sam­keppn­is­hæfni fé­lags­ins til framtíðar. Þetta eru því mik­il von­brigði,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í samtali við mbl.is.

Fé­lags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands, FFÍ, hafa fellt kjara­samn­ing sem aðilar skrifuðu und­ir hjá rík­is­sátta­semj­ara 25. júní síðastliðinn. Á mbl.is kemur fram að kjör­sókn hafi verið 85,3 prósent og greiddu 72,65 prósent at­kvæði gegn samn­ingn­um, en 26,46 prósent með samn­ingn­um.

„Nú verðum við að skoða þá mögu­leika sem eru í stöðunni og mun­um gera það hratt og ör­ugg­lega. Það hvíl­ir mik­il ábyrgð á okk­ur sem stjórna fé­lag­inu að tryggja rekstr­ar­grund­völl þess til framtíðar og þar með verðmæti fyr­ir þjóðarbúið og mik­il­væg störf, þar á meðal störf flug­freyja og flugþjóna,“ seg­ir Bogi.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -