Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Flugfreyjur höfnuðu „lokatilboðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur hafnað tilboði sem Icelandair kallar „lokatilboð“ í fréttatilkynningu.

„Icelandair lagði í fyrradag fram nýtt tilboð að kjarasamningi til Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Til stóð að funda hjá Ríkissáttasemjara seinnipartinn í gær en að ósk samninganefndar FFÍ var fundi frestað til hálf níu í morgun. Eftir að FFÍ lagði fram tillögur sem ræddar voru í morgun ítrekaði Icelandair lokatilboð sitt sem tók mið af þeirri umræðu sem fór fram, að því marki sem félagið treysti sér til. Í kjölfarið hafnaði samninganefnd FFÍ tilboði Icelandair.“ Þetta segir í tilkynningu Icelandair um málið.

Þar segir einnig að tilboðið sem samninganefnd FFÍ hafnaði hafi innihaldið eftirgjafir frá fyrra tilboði Icelandair sem áttu að koma til móts við þau sjónarmið félagsmanna sem upp komu eftir síðasta tilboð Icelandair. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna.“

Í tilkynningunni er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandari, að þetta séu mikil vonbrigði.

„Það eru mikil vonbrigði að Flugfreyjufélag Íslands hafi hafnað tilboði okkar. Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar,” segir Bogi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -