Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Flugfreyjur óánægðar með endurráðningar Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagsmenn Flugfreyjufélag Íslands ósáttir við að Icelandair horfi ekki einungis til starfsaldurs flugfreyja við endurráðningar.

Mikil ólga er meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands með þá ákvörðun Icelandair að taka ekki eingöngu mið af starfsaldri við endurráðningar, heldur líti einnig til þátta eins og frammistöðu.

Alls var 900 flugfreyjum sagt upp í vor og hafa 200 verið endurráðnar, en dæmi er um að flugfreyjur með langan starfsaldur hafi ekki verið endurráðnar á meðan félagið hefur ráðið aftur flugfreyjur með styttri starfsaldur. Þykir þetta ganga þvert á loforð sem forsvarsmenn Icelandair eru sagðir hafa gefið í hópuppsögninni.

Mannlíf hafði heimildir fyrir því að í félagsmenn Flugfreyjufélags óttuðust að svona kynni að fara. Þegar félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands samþykktu kjarasamning milli félagsins við Icelandair 27. júlí síðastliðinn bar Mannlíf þetta undir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formann félagsins. „Nei, ég hef ekki heyrt um það frá Icelandair,“ sagði Guðlaug Líney af því tilefni. „Það hefur tíðkast um áraraðir að þeir sem eru með hæstan starfsaldur komi inn.“ Sagðist hún vona að svo yrði áfram.

Flugfreyjufélag Íslands og lögfræðingar á vegum ASÍ, funduðu í gær með fulltrúum Icelandair vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -