Mánudagur 23. desember, 2024
-0 C
Reykjavik

Flugliðar Icelandair á sjúkrahús eftir flug

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugliðar, flugfreyjur og flugþjónar Icelandair flugvélar sem kom frá Edmonton í Kanada í gærmorgun fóru á sjúkrahús eftir flugið vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Umrædd flugvél var send í ítarlega skoðun og eftir það fór hún í flug síðdegis í gær.

Skert loftflæði í flugvélinni er talin líklegasta ástæða fyrir því að flugliðar fundu fyrir óþægindum og fóru á sjúkrahús eftir að vélin lenti, samkvæmt samstali RÚV við Jens Þórðarson framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. Jens segir að farið hafi verið yfir loftræstikerfi vélarinnar og skipt um síur.

Dularfull veikindi rannsökuð

Mannlíf hefur í vikunni fjallað um dularfull veikindi sem hafa herjað á flugliða Icelandair, en að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um dularfull veikindi flugliða Icelandair. Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -