Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Flugslysið við Múlakot: Hjón létust ásamt syni sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjón létust ásamt syni sínum þegar flugvélin brotlenti við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur þeirra og tengdadóttir liggja nú alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Vísir greinir frá.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er líðan þeirra slösuðu stöðug.

Mistök í snertilendingu er hugsanleg skýring á flugslysinu við Múlakot í Fljótshlíð. Flugmaður vélarinnar hafði framkvæmt snertilendingar á svæðinu skömmu fyrir slysið. Þetta hafði Vísir eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi.

Snertilending er tegund af æfingarlendingu. Það er þegar loftfar, venjulega flugvél, fær leyfi til að hefja flugtaksbrun án þess að stöðva vélina. Líklegt er að vélin hafi verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð. Rannsóknarvinnu á vettvangi lauk í morgun. Að minnsta kosti einn var vitni af því þegar flugvélin skall niður og hefur verið rætt við hann sem og aðstandendur þeirra sem voru í flugvélinni. Þá hefur flak flugvélarinnar verið flutt í rannsóknarskýli í Reykjavík.

Laust eftir 20:30 á sunnudagskvöld barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, fóru á staðinn. Alls voru fimm aðilar í flugvélinni. Þrír létust í slysinu og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Flugvélin sem um ræðir var í einkaeigu.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fór með rannsóknina og naut aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -