Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Flytja meistaraverkið The Wall um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Dúndurfréttir kemur saman í Eldborgarsal Hörpu um helgina til að flytja meistaraverkið The Wall sem er 40 ára um þessar mundir. Söngvarinn Matthías Matthíasson verður í eldlínunni.

„Öllu verður tjaldað til þannig að tónleikarnir verði sem flottastir enda hljómsveitin Pink Floyd þekkt fyrir magnað sjónarspil,“ segir Matti.

The Wall kom út árið 1979 og er ein mest selda plata sögunnar. Sinfóníuhljómsveit og kórarnir Hljómeyki og Barnakór Kársnesskóla munu flytja verkið í Hörpu ásamt Dúndurfréttum og því má búast við mikilli veislu fyrir augu og eyru undir stjórn Bernharðar Wilkinssonar og útsetningu Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar.

„The Wall er eitt af þrekvirkjum tónlistarsögunnar og það að geta flutt þetta meistarastykki með um það bil 100 manns á sviðinu þegar mest lætur eru bara einstök forréttindi,“ segir Matti sem hlakkar til helgarinnar.

Páskunum mun hann að mestu leyti verja með erlendum ferðamönnum að sýna þeim einstaka náttúru landsins. „En páskadeginum ver ég í faðmi fjölskyldunnar með páskaeggjum, páskalambi og öllu tilheyrandi.“

Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu 12. og 13. apríl, klukkan 19.30. Miðasala á tix.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -