Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Fólk er alls konar, lífið er alls konar og það er líka erfitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Platan er í raun og veru bara dagbókin mín en allir geta fundið sig í lögunum. Ég syng um skilnaðinn, um að kynnast öðrum, finna sjálfa mig aftur og flytja heim eftir tíu ára búsetu erlendis. Þetta voru rosalega miklar breytingar sem ég gekk í gegnum og það var alltaf á döfinni að semja plötu um þessi mál,“ segir Svala Björgvins tónlistarkona, sem vinnur nú að EP-plötu með íslenskum lögum byggðum á persónulegri reynslu hennar síðustu ár.

Í viðtali við Mannlíf segir Svala frá tónlistarferlinum, æskuárunum og fjölskyldunni, bílslysinu sem breytti sýn hennar á lífið, ástinni sem fann hana, stjúpmóðurhlutverkinu og kvíðanum sem fylgir henni alla tíð.

„Þegar ég var 27 ára leitaði ég mér hjálpar, fékk lyf og greiningu um að ég væri með kvíðaröskun. Þetta var mjög erfitt á tímabili en eftir því sem ég verð eldri næ ég betri tökum á kvíðanum. Ég þroskast, fæ meiri innsýn í hver ég er og er með þessi tæki og tól, aukna reynslu og gott fólk, sálfræðing og ráðgjafa, sem hafa kennt mér að takast á við hann,“ segir hún.

Svala segir mikilvægt að opna sig um erfiðleika sína, ekki síst þegar maður er þekktur og að einhverju leyti fyrirmynd. „Fólk er alls konar, lífið er alls konar og það er líka erfitt. Það er ekkert að skammast sín fyrir og gerir mann ekki að minni manneskju, við erum öll mannleg og enginn á fullkomið líf. Við glímum öll við eitthvað. Það hjálpar mér að geta hjálpað öðrum og ég hef gert það, ég er enginn sálfræðingur en finnst gott að geta miðlað reynslu minni og beint fólki að því að leita sér aðstoðar. Það er svo mikilvægt að gefa þessa von. Það fylgir því ákveðin ábyrgð að vera þekktur og mér finnst maður verða að gefa eitthvað til baka og skilja eitthvað gott eftir sig. Þetta á ekki bara að snúast um „ég er æðisleg söngkona eða æðislegur leikari“. Þetta snýst líka um það að gefa til baka,“

segir Svala, í viðtali við Mannlíf.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Í helgarblaði Mannlífs er einnig viðtal við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem sagði sig frá störfum sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segist ekki vera dúkkulísa sem á að vera til punts og segist hafa fengið nóg af því skítkasti sem viðgengst innan íslenskra stjórnmála.

- Auglýsing -

Séð og Heyrt skoðar hæfileikaríka Hafnfirðinga.

Í Mannlíf má einnig finna gómsætar uppskriftir úr eldhúsi Gestgjafans, lífstílsefni frá Vikunni, heimili og hönnun frá Hús og hýbýli, viðtöl við tónlistarmenn í Albumm, tísku, skoðanapistil og margt margt fleira.

Gríptu Mannlíf með þér á föstudag og eigðu notalega helgi.

Lestu Mannlíf um helgina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -